81. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 12:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 12:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 12:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:30
Eldar Ástþórsson (EldÁ) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 12:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 12:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 12:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 12:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 12:30

HarB boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2015/2016. Kl. 12:30
Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar kynntu skýrslu stofnunarinnar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2015/2016. Á fundinn komu Jóhann Sigurjónsson, Bjorn Ævar Steinarsson og Þorsteinn Sigurðsson.

2) Uppbygging innviða á Bakka í Norðurþingi. Kl. 13:20
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um til laga um breytingu á lögum nr. 41/2013, um heimild til handa ráðherra,f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Flutningsmenn verða: JónG, LRM,
HarB, ÁsF, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.

3) Önnur mál. Kl. 13:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:25